Áhugaleikhús atvinnumanna

The Professional Amateurs

Áhugaleikhús atvinnumanna

Áhugaleikhús atvinnumanna var stofnað  í Maí 2005 og er hópur atvinnufólks í sviðslistum sem hefur áhuga á frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Markmiðið með starfinu er að að skapa framsækin og áleitin sviðslistaverk sem í eðli sínu eru samtal við áhorfendur en ekki neysluvara.
Leiklist áhugaleikhússins er unnin með afstöðu myndlistarinnar þar sem verkið lýtur sínum lögmálum. Öll umgerð sýninganna er einföld enda er markmið leikhússins að gera sem mest með sem minnstum tilkostnaði en leikhúsið hefur til þessa ekki tekið aðgangseyri á sýningar sínar og er því óháð markaðsöflum.

Add a comment