Áhugaleikhús atvinnumanna

The Professional Amateurs

ETERNAL PIECES Ódauðleg verk


Eternal Pieces 2005-2010 from The Professional Amateurs on Vimeo.

ÍSLENSKA:
Ódauðleg verk
Áhugleikhús atvinnumann er að vinna að fimm verka röð eða kvintólógíu um mannlegt eðli. Verkin eru rannsókn á áráttuhegðun mannkyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maðurinn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn.
Um leið og verkin eru hvert um sig rannsókn á mannlegu eðli eru þau einnig tilraun með leikhúsformið, þau skyggnast inn í mannlegt eðli og feta sig inn að innsta kjarna mannsins. Hvert verk um sig tekur á eiginleikum, þáttum eða áráttum í mannlegri hegðun og tilvist og varpa nýju ljósi á þekktar staðreyndir.

Vinnuaðferð:
Verkin eru unnin sem stílæfingar og taka ekki mið af aristotelískum frásagnarmáta. Verkin eru röð sýnidæma um veikleika mannsins og segja ekki eðeins sögu eins heldur gervalls mannkyns.

Verkin eru:
I .Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi

Eftir Steinunni Knútsdóttur í samvinnu við leikhópinn
frumsýnt í Klink og Bank vorið 2005.

Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi er handbók í hvernig maðurinn stjórnar og lætur að stjórn og er um leið könnunarleiðangur inn í mannlegt eðli. Verkið leitar að hinum raunverulegu stjórnendum í lífi hins venjulega manns og veltir fyrir sér drifkrafti mannlegs samfélags og hugmyndina um frelsi og ófrelsi. Skemmtikraftur byrjar atriði sitt en kemst lítt áfram þar sem hópur “baksætisbílstjóra” hafa skoðun á hvernig hann á að flytja atriðið. Truflanirnar boða bölvun eina þegar hópurinn hefur “leik lífsins” með hinum lánlausa leikara. Leikurinn endar óhjákvæmilega með hörmungum sem kalla á að guð komi úr vélinni.

II. Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna

Eftir Steinunni Knútsdóttur
Frumsýnt janúar 2009 í Nýlistasafninu

Verkið er hluti af fimmverka röð ódauðlegra leikverka um hegðun og eðli mannsins og er annað í röðinni. Verkið notar senu úr Dauðadansinum eftir Strindberg til þess að skoða merkingu orð og athafna. Verkið leiðir líkur að því að engin orð né athafnir öðlist merkingu nema í því samhengi þar sem þau falla. Textinn er endurtekinn í sífellu þar sem skipt er út breytum ss. kyni, aldri staðsetning í rými oþh. án þess að leikarinn geri nokkra tilraun til túlkunar á textanum. Smám saman leiðir texti Strindbergs áhorfandann í gegnum mannkynssöguna og beint inn í kjarna mannsins, inn í baráttu hans við eigin eðli og máttlausan vilja hans til þess að hafa stjórn á eigin lífi.

III .Ódauðlegt verk um stríð og frið

Eftir Steinunni Knútsdóttur
forsýnt á Lokal september 2009, frumsýnt vor 2010

Ódauðlegt verk um stríð og frið reynir að snúa mannlegu eðli á úthverfuna og skoða þær kenndir í manninum sem ýta honum í átök og neita honum um frið í sálinni. Ódauðlegt verk um stríð og frið spyr spurninganna: “höfum við eitthvað lært?” og “verður manninum bjargað?”. Verkið er könnunarleiðangur um myrka kima mannlegrar náttúru og er byggt á sönnum atburðum.

IV .Ódauðlegt verk um draum og verkuleika

Verkið gerist á huglægum stað handan tíma og rýmis. Verkið spyr hvort sé raunverulegra, það sem fer fram í huga fólks eða það sem sýnilega hendir í veraldlegum heimi. Erum við saman í þessu? Hver metur? Hver upplifir? Hverjum er sama?

V .Ódauðlegt verk um ást og ástleysi hvar er guð

Nýjasta verkefni Áhugaleikhúss atvinnumanna í röð ódauðlegra verka fjallar um ástina. Sýningin er eins konar athöfn þar sem sannleikurinn er hafinn upp á stall, blekkinging verður að víkja og leikhúsið lifnar við í huga áhorfandans. Verkið er byggt á innsendum bréfum sem fjalla um ástina í lífinu, væntingar, vonbrigði, hita og kulda, upphaf og endi.

Verkið verður frumsýnt á sviðslistahátíðinni LÓKAL/RDF þann 26. ágúst 2015.

Comments are closed.