Áhugaleikhús atvinnumanna

The Professional Amateurs

Listamenn


Steinunn Knútsdóttir

listrænn stjórnandi Áhugaleikhúss atvinnumanna.
Steinunn lauk fyrst BA námi í Guðfræði við Háskóla Ísland þá stundaði hún leiklistarnám í Árósum í Danmörkum og lauk síðar meistaranámi í leiklistarfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester, Englandi. Hún er með diploma í leikstjórn frá SCUT (scandinavisk centrum för utvikling af teater) en þar nam hún undir stjórn Jurij Alschits í Moskvu, Berlín og Bari, Ítalíu.
Steinunn hefur unnið með ýmsum leikhópum og sviðslistahópum í Danmörku og Englandi bæði sem leikari og leikstjóri. Steinunn hefur aðallega numið landi í framsæknum leikhúsum oft nátengt dansi og myndlist og tekið þátt í mörgum rannsóknarverkefnum á sviði sviðslista auk þess að skipuleggja ráðstefnur og hátíðir. Steinunn hefur leikstýrt og stundað leiklistarkennslu hérlendis og erlendis en hún er stundakennari við leiklistadeild LHÍ. Um árabil var Steinunn annar listrænna stjórnenda Lab Loka sem hefur staðið fyrir rannsóknum og tilraunum á sviði sviðslista. Hún var listrænn ráunautur Borgarleikhússins um þriggja ára skeið. Steinunn er listrænn stjórnandi Áhugaleikhúss atvinnumanna og Netleikhússins Herbergi 408.

Aðalbjörg Árnadóttir útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ 2005. Hún hefur verið með í öllum verkum Áhugaleikhúss atvinnumanna frá upphafi. Aðalbjörg er einn meðlima listahópsins Sextán elskendur og hefur tekið þátt í leiksýningum og gjörningum fjölda annarra leikhúsa ss. Borgarleikhús, Lab Loki, Herbergi 408 ofl.

Arndís Hrönn Egilsdóttir

Árni Pétur Guðjónsson stundaði nám við konunglega leiklistarskólann í Kaupmannahöfn og síðar við leiklistarskóla Íslands. Hann hefur leikið í ótal leiksýninga, kvikmynda og útvarpsleikverka bæði hérlendis og erlendis. Árni var leikari við Borgarleikhúsið og Vesturport en með þeim hefur hann ferðast um allan heim með sýningar. Árni er stofnfélagi í Áhugaleikhúsi atvinnumanna og tekið þátt í öllum verkum leikhússins.

Hannes Óli Ágústsson

Hera Eiríksdóttir stundar nám við Vesturbæjarskólann í Reykjavík. Hera er leikkona í Ódauðlegu verki um samhengi hlutanna og Ódauðlegu verk i um stríð og frið.

Hilmar Örn Hilmarsson

Ilmur Stefánsdóttir lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk MA-prófi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga, tekið þátt í mörgum samsýningum og framið ýmsa gjörninga, innan lands sem utan. Hún hefur gert leikmynd, leikmuni og/eða búninga fyrir fjölmargar leiksýningar í leikhúsum Reykjavíkur.

Jórunn Sigurðardóttir lærði leiklist í Hannover og starfaði sem leikkona bæði í Reykjavík og Berlín áður en hún gerðist dagskrárgerðarkona hjá RÚV. Jórunn leikur í Ódauðlegu verki um samhengi hlutanna, Ódauðlegur verki um stríð og frið og 12 Örverka röð um um áráttur, kenndir og kenjar sem leikhúsið er að vinna að um þessar mundir.

Kristjana Skúladóttir

Lára Sveinsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ og hefur síðan leikið fjölmörg hlutverk með hinum ýmsu leikhúsum í Reykjavík. Lára er söngkona og er meðlimur hljómsveitarinnar Funerals. Hún er fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið. Lára er einn af stofnfélögum í Áhugaleikhúsi atvinnumanna og hefur tekið þátt í öllum verkum leikhússins.

Magnús Guðmundsson lærði við leiklistardeild LHÍ og hefur frá útskrift unnið með ýmsum leikhúsum í Reykjavík ss. Borgarleikhúsið, Stoppleikhúsið, Silfurtunglið og Hnykill. Magnús keppti í samkvæmisdansi um árabil og varð Íslandsmeistari í fjórgang. Magnús leikur í Ódauðlegu verki um samhengi hlutanna og í Örverki um áráttur, kenndir og kenjar með Áhugleikhúsi atvinnumanna.

Marta Nordal

Orri Huginn Ágústsson

Ólöf Ingólfsdóttir dansari og danshöfundur hefur tekið þátt í öllum verkum Áhugaleikhúss atvinnumanna frá upphafi. Ólöf lærði danslist í Hollandi eftir nám í myndlist við Mynd – og handíðaskóla Íslands. Ólöf er listrænn stjórnandi Ólöf danskompaní sem hefur staðið fyrir fjölda danssýninga. Hún hefur samið verk fyrir Íslenska dansflokkinn og unnið sem danshöfundur við fjölda leikverka.

Sveinn Ólafur Gunnarsson lauk námi frá leiklistardeild LHÍ. Hann hefur leikið fjölmörg hlutverk í leikhúsi, kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur m.a. leikið með Vesturporti, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Silfurtungli ofl.
Sveinn leikur í Ódauðlegu verki um samhengi hlutanna, Ódauðlegu verki um stríð og frið og Örverkum um áráttur, kenndir og kenjar.

Comments are closed.